Samkvæmt krufningum á fólki sem var á áttræðisaldri hafa rúmlega 75% þeirra verið með skemmda axlaliði. Þegar horft er yfir hópinn í æfingasal í dag má sjá unga íþróttamenn gera endurhæfingar-æfingar fyrir axlaliði. Fjölmargir þurfa að takast á við þetta vandamál.
Í mörgum tilfellum má kenna um miklum æfingum og þrýsting á viðkvæm liðamót, sinar og liðbönd. Þeir sem æfa með lóð, hvort sem það eru Crossfittarar, fitnessfólk eða aðrir, eru í áhættu gagnvart axlameiðslum og því er mikilvægt að skilja að hægt er að fyrirbyggja þessi meiðsli.

Þeir sem æfa með lóð, hvort sem það eru Crossfittarar, fitnessfólk eða aðrir, eru í áhættu gagnvart axlameiðslum og því er mikilvægt að skilja að hægt er að fyrirbyggja þessi meiðsli.

Sjúkraþjálfarinn Chris Durall og félagar við Creighton Háskólann mæla með að æfingar séu gerðar í mjög stirðum stíl ef svo má segja. Hann mælir með að forðast að lyfta miklum þyngdum upp fyrir haus, sérstaklega ekki með gleiðu gripi. Þar skiptir öllu hve mikið álag myndast á axlaliðina og því er mikilvægt að hita vel upp áður en farið er út í mikil átök. Líklega eru axlirnar sá líkamspartur sem mesta þörf hefur fyrir gætilega upphitun.

Sömuleiðis bendir Chris á að mikilvægt sé að styrkja alla vöðvana á axlasvæðinu – brjóstvöðvana og bakvöðvana, ekki eingöngu axlavöðvana. Róður, axlapressur, upplyftur, fluga, upptog og teygjur – þetta eru allt æfingar sem ætti að gera reglulega.
Ef eymsli gera vart við sig á axlasvæðinu ætti að kæla axlirnar og nota bólgueyðandi lyf, önnur en stera. Einnig ætti að breyta æfingakerfinu ef ákveðnar æfingar valda sárindum. Skipta þannig út axlapressu með stöng yfir í handlóð ef það breytir átakinu.
(Nat Strength Cond Assoc 23:10-18)