Magnús Bess Júlíusson og Sigurður Gestsson höfnuðu í fjórða sæti í sínum flokkum á Loaded Cup mótinu í vaxtarrækt sem fram fór um helgina í Ringsted í Danmörku. Elín Leósdóttir sem keppti í fitness hafnaði í fimmta sæti í sínum flokki.Þessi árangur verður að teljast góður í ljósi styrkleika mótsins. Afar jafnt var á meðal efstu keppenda og athyglisvert þótti að Magnús Bess hafði betur en sigurvegari Oslo Grand Prix sem hann keppti við um síðustu helgi í Noregi. Þar þótti keppnin afar jöfn og það að Magnús hafði betur að þessu sinni sýnir að lítill munur hefur verið á meðal efstu keppenda. Næsta mót sem íslenskir keppendur koma til með að halda á er Evrópumót karla í fitness sem fram fer 5. maí og Heimsmeistaramót unglinga og öldunga sem fram fer 8 – 9 júní.