Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvað menn reyna að borða, hvort sem það eru strætisvagnar reiðhjól eða annað. Það er þó gert viljandi að minnsta kosti. Læknar við Duke háskólann hafa hinsvegar fundið tannbursta í maga fjögurra manna. Það var þó ekki með vilja gert að gleypa burstann en samt tókst það. Til þess að fjarlægja burstana þurftu læknarnir að setja slöngu niður hálsinn og niður í maga. En hvernig er hægt að gleypa heilann tannbursta? Það er ekki gott að segja, en það fylgir sögunni að í tveimur af þessum fjórum tilfellum var það áfengi sem mun hafa hjálpað við að koma burstanum niður.