Um helgina lauk Íslandsmóti IFBB í fitness sem haldið var í Íþróttahöllinni á Akureyri. Íslandsmeistarar urðu Sigurbjörn Ingi Guðmundsson í íþróttafitness karla, Heiðrún Sigurðardóttir í íþróttafitness kvenna og Sif Garðarsdóttir í formfitness kvenna. Pétur Friðriksson sigraði í æfingum og hindranabraut með miklum yfirburðum og dugði sá árangur honum í fjórða sætið í heildarkeppninni. Heiðrún Sigurðardóttir náði jafnframt besta tíma kvenna í hindranabrautinni. Keppt var í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í formfitness kvenna þar sem ekki er keppt í danslotu og af þátttöku keppenda og viðtökum áhorfenda að dæma er greinilegt að sú keppnisgrein er komin til að vera.