feitur maður karlBandarísku læknasamtökin skilgreindu offitu sem sjúkdóm árið 2013. Um 95% þeirra sem léttast eru orðin jafn þung innan árs. Það hefur gengið erfiðlega að eiga við offitu og aukakíló enda virðast þessi vandamál hafa mikið viðnám gagnvart öllum skyndilausnum. Mataræði og hreyfing hefur mjög mikið að segja um það hversu auðveldlega fólki gengur að eiga við aukakílóin. Það virðist þó þurfa að horfa meira til líffræðilegra þátta eins og gena þegar rannsóknir eru annars vegar. Umhverfisþættir og gen hafa mikið að segja um samspil aukakílóa, matarlystar og kyrrsetu. Varast ber að ofmeta áhrif líffræðilegra þátta en hegðun og lífsstíll hefur tilhneigingu til að ganga í erfðir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þeir sem eiga feita foreldra þurfa því ekki endilega að feta í fótspor þeirra gagnvart aukakílóunum. Það gera þau með því að breyta um lífsstíl. Vísindamenn eiga eftir að varpa betra ljósi á samspil erfðafræðilegra þátta, uppeldis og umhverfisþátta til þess að auðvelda þróun betri aðferða gegn þessu stóra vandamáli.
(Clinical Endocrinology, vefútgáfa 22 september 2014)