Gauti Már Rúnarsson
Gauti Már Rúnarsson

Nafn: Gauti Már Rúnarsson
Fæðingarár: 1973
Bæjarfélag: Ólafsfjörður
Hæð: 175
Þyngd: 81
Keppnisflokkur: Fitness karla, Fitness karla 40 ára+, Vaxtarrækt karla að og með 80 kg, Vaxtarrækt karla að og með 90 kg
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/gauti.m.runarsson
Atvinna eða skóli: Vélsmiður

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Var að æfa hjá Sigga Gests í gamla daga og hann vakti hjá mér áhuga á að keppa

Keppnisferill:

1994 Íslandsmót í Vaxtarrækt – 5. sæti í –70kg flokki karla.
1995 Íslandsmót í Vaxtarrækt – 2. sæti í –70kg flokki karla.
1997 Íslandsmót í Vaxtarrækt – 1. sæti í –80kg flokki karla.
1998 Íslandsmót í Vaxtarrækt – 1. sæti í –80kg flokki karla.
1999 Íslandsmót í Vaxtarrækt – 5. sæti í –80kg flokki karla.
2000 Íslandsmót í Vaxtarrækt – 3. sæti í –80kg flokki karla.
2005 Íslandsmót í Vaxtarrækt – 1. sæti í –80kg flokki karla.
2006 Íslandsmót í Vaxtarrækt – 2. sæti í –85kg flokki karla.
2007 Íslandsmót í Vaxtarrækt – 1. sæti í –80kg flokki karla.
2008 Íslandsmót í Vaxtarrækt – 3. sæti í –90kg flokki karla.
2009 Íslandsmót í Vaxtarrækt – 1. sæti í –80kg flokki karla.
2009 Íslandsmót í Fitness – 1. sæti í fitnessflokki karla.
2010 Íslandsmót í Fitness – 1. sæti í fitnessflokki karla.
2010 Bikarmót í Fitness – 3. sæti í fitnessflokki karla.
2011 Íslandsmót í Fitness – 2. sæti í fitnessflokki karla.
2011 Oslo Grandprix Noregi – 1. sæti í fitnessflokki karla -180cm.
2012 Bikarmót í Fitness – 1. sæti í fitnessflokki karla.
2013 Íslandsmót í Fitness – 1. sæti í fitnessflokki karla.
2013 Evrópumeistaramót öldunga í fitness – 8. sæti í Masters Classic BB +40

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Fitness Verslun á Akureyri og svo auðvitað Fjölskyldan.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Fyrir mig virkar blanda af tvískiptu æfingakerfi og full bodyworkout best.

Dæmigerð vika lítur svona út:
Sunnudagur – Fætur þungar 5×5 reps á hvern vöðvahóp
Mánudagur – Efri skrokkur 5×5 reps á hvern vöðvahóp
Þriðjudagur – Frí
Miðvikudagur – Full bodyworkout 3×8-10 reps á hvern vöðvahóp
Fimmtudagur – Frí
Föstudagur – Full bodyworkout 3×12-15 reps á hvern vöðvahóp
Laugardagur – Frí

Hvernig er mataræðið?

Síðustu ár hef ég verið að notast við Ketogenískt mataræði í niðurskurðinum og líkar það alveg stórvel. Ég virðist hafa meiri og jafnari orku yfir daginn en þegar ég innbyrgði kolvetni og einnig er löngun í eitthvað sem maður á ekki að vera að borða vera mikið minni. Mér finnst ég líka halda betur í vöðvamassann með þessu móti. Ég borða hitaeiningarnar mínar ýmist í 1 eða 2 máltíðum yfir daginn þannig að ég er að fasta frá 16 og upp í 20 tíma á sólarhring. Persónulega finnst mér ég vera sprækari á seinnipartsæfingu ef ég er ekkert búinn að borða yfir daginn.Dagurinn hjá mér er því þannig: drekk vel af vatni yfir daginn frá því að ég vakna, c.a. 2-3 lítra, tek um 70 mínútna lyftingaæfingu kl 17:30. Strax eftir æfingu tek ég inn 20 gr af mysuprótíni og fer svo að elda. Máltíðin samanstendur yfirleitt af 300 g af fiski og 200 g af kjöti. 1 kg af salati úr kolvetnasnauðu grænmeti svo sem Broccoli, spínati, iceberg, gúrku, sveppum og grænni papriku. Ólífuolíu nota ég sem dressingu á salatið. Hnetur og kókosflögur er svo borðað í restina. Hlutföllin hjá mér eru sem næst 65% fita, 30% prótein og 5% kolvetni. 1 sinni í viku c.a. á 6 klst tímabili hleð ég svo inn kolvetnum, c.a. 300 g.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Mysuprótein

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Mysuprótein og BCAA á æfingadögum og stundum preworkout blöndu ef ég er eitthvað þreyttur.

Seturðu þér markmið?

Já, að reyna að bæta formið svo lengi sem ég get.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Í raun enginn, fylgist voða lítið með þessu erlendis en ef ég á að nefna einn þá er Wolfgang Schober alveg klassa keppandi og alveg magnaður karakter.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Í raun allir sem eru í þessu af lífi og sál og gera hlutina á skynsamann og heilbrigðann hátt.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

The day that never comes- Metallica
Had enough-Breaking Benjamin
Kvaðning-Skálmöld
Revenge-PapaRoach
Narfi-Skálmöld

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Þolinmæði er lykilatriði í þessu sporti, góðir hlutir gerast hægt.