Þrír íslenskir keppendur héldu til Oslo um helgina til þess að taka þátt í opnu bikarmóti sem nefnist Body Oslo Grand Prix. Magnús Bess Júlíusson og Sigurður Gestsson kepptu i vaxtarrækt þar sem Magnus sigraði í sínum flokki og Sigurður varð annar í opnum flokki 40 ára og eldri. Sigurður varð ennfremur i fjórða sæti í undir 80 kg flokki. Þessi árangur þeirra félaga er frabær í ljósi styrkleika mótsins. Þremur stigum munaði ad Magnús hefði sigrað í heildarkeppni mótsins. Heiðrún Sigurðardóttir hafnaði í 6 sæti í sínum flokki eftir að hafa komist í úrslit. Alls kepptu 70 keppendur í ýmsum flokkum á mótinu.Undanfarið hafa íslenskir keppendur verið að standa sig vel á erlendri grundu og má því segja að íslensk vaxtarrækt hafi tekið vaxtarkippi undanfarið.