Karlar með stutta fætur virðast eiga erfiðara með efnaskipti sykurs en karlar í réttum hlutföllum. Fyrir vikið safna þeir meiri fitu á sig um magasvæðið, hafa hærra kólesteról í blóði og minna af HDL kólesterólinu (góða kólesterólinu), blóðið þykknar frekar og áhættan gagnvart hjartasjúkdómum er meiri. Hugsanlegt er að stuttir fætur stafi af lélegri næringu í æsku. Þetta kemur fram í rannsókn sem breskir vísindamenn gerðu við Háskólann í Bristol. Ennfremur töldu vísindamennirnir að góðar matarvenjur í æsku gætu hindrað hjartasjúkdóma í fullorðnum.
(J Epidemiol Community Health, 55: 867-872, 2001)