Á morgun, föstudag og fram til kl 14.00 á laugardag verður forsala miða í Hreysti í Skeifunni á Bikarmótið í fitness. Bikarmótið hefst klukkan 17.00 á laugardaginn í Háskólabíói. Miðaverð er kr. 1.500,- en athugið að ekki er tekið við kortum í forsölunni, einungis seðlum. Hinsvegar er tekið við kortum í Háskólabíói þegar húsið opnar klukkan 16.00.