Gott ráð til að tryggja að létting haldi áfram þegar verið er á hitaeiningalitlu mataræði er að flakka upp og niður í hitaeiningamagni. Í stað þess að borða sama magn af hitaeiningum á hverjum degi, ættirðu að borða t.d. lítið í tvo daga, hóflega í þrjá daga og meira um helgar. Ef þú borðar t.d. 2700 he á dag, getur verið gott að borða 2300 he í tvo daga, 2700 he í þrjá daga og 3100 he á laugardögum og sunnudögum. Með því að slaka svolítið á um helgar tekst þér betur að halda úr hitaeiningalítið mataræði til langs tíma enda ekki ráðlegt að hugsa léttingu nema til langs tíma.