Í flestum tilvikum er líkamsþyngdarstuðullinn (BMI) sem er ákveðinn stuðull hæðar og þyngdar notaður sem mælikvarði gagnvart offitu. Ein helsta ástæða þess að vísindamenn kjósa að notast við líkamsþyngdarstuðulinn er að hann er þekktur hjá stórum hluta almennings. Þessi aðferð að notast við líkamsþyngdarstuðulinn hefur hinsvegar ákveðna galla í för með sér. Vöðvamiklir íþróttamenn, líkamsræktarfólk, svo ekki sé talað um keppnisfólk í vaxtarrækt eru með líkamsþyngdarstuðul sem skilgreinir það í offituflokki. Flest líkamsræktarfólk er samt sem áður með fituhlutfall sem er þrjú- til fjögurhundruð prósent undir meðal-fituhlutfalli. Líkamsþyngdarstuðullinn segir því lítið um ásigkomulag þessa fólks. Ennfremur þarf að hafa í huga að fita er ekki það sama og fita. Mjaðma og lærafita er ekki jafn skaðleg fyrir efnaskiptakerfi líkamans og kvið- og líffærafita. Fita sem safnast á miðju líkamans er líklegri til þess að auka áhættuna gagnvart insúlíinviðnámi og áunninni sykursýki heldur en fita sem sest á neðri hluta líkamans. Líkamsþyngdarstuðullinn segir því sáralítið um efnaskiptaheilsu.
(Supplement 2: 6-13, 2012)