Það hefur nú ekki fram til þessa talist kostur að vera fingralangur. Fátt er hinsvegar vísindunum heilagt og nú er búið að sýna fram á að samhengi er á milli fingralendar og limlengdar. Það er nánar tiltekið vísifingurinn sem gefur vísbendingu um limlengdina. Grykkir hafa gert nákvæma rannsókn sem leitt hefur í ljós að nákvæmnin er þar að auki mjög mikil. Smá galli var þó á þessari annars forvitnilegu rannsókn, en hann var sá að limurinn var mældur í „slakri“ stöðu. Í rannsókninni kom í ljós að aldur og líkamsburðir höfðu ekkert að segja um lengd lims. Einungis 58 karlar tóku þátt í rannsókninni svo konur ættu að bíða ögn með að taka vísifingursprófið mjög alvarlega. Þessi rannsókn var gerð í kjölfar breskrar rannsóknar á samhengi fótastærðar og limstærðar, en þar reyndist ekkert samhengi vera.

 

Urology, 60: 458-491, 2002