Snemma árs 2007 komu saman allir helstu offitufræðingar í Búdapest í Ungverjalandi á Evrópuráðstefnu um offituvandann. Þar var tekið saman það helsta sem komið hefur upp á yfirborðið í viðureigninni við þennan mikla vanda upp á síðkastið.

– Kortisól streituhormónið eykur kviðfitu. Við streitu myndast efni sem kallast HSD1 sem örvar kortisólmyndun í líkamanum. Vísindamen eru því þessa dagana að vinna að því að búa til lyf sem hamlar myndun HSD1 til þess að draga þannig úr myndun kortisóls og minnka þannig kviðfitu.

– Smjör sem framleidd voru úr fjölómettaðri fitu drógu betur úr hungri heldur en smjör sem framleitt var úr mettaðri fitu.

– Kolvetnalítið og fituríkt (mettuð fita) mataræði sem leiddi til léttingar hafði engin heilbrigðistengd áhrif á æðakerfi líkamans.

– Mikið kalk í mataræðinu eykur fituinnihald hægða. Kalk hafði þannig áhrif á orkuupptöku og gat þannig hjálpað til við léttingu.

– Efni sem nefnist Resveratrol og er að finna í rauðvíni og greipávöxtum reynist hamla stækkun fitufrumna.

– CLA (Conjugated linoleic acid) eyddi fitufrumum í ákveðnum frumuklösum.

– Dökkt súkkulaði dregur meira úr hungri og löngun í sætindi heldur en mjólkursúkkulaði.

– Það stuðlar að léttingu og betra jafnvægis í blóðfitu að borða fæðutegundir sem innihalda lítið af einföldum sykri (lágt glýsemíugildi).

– Máltíð sem inniheldur mikið af mettaðri fitu trufl ar myndun hormóna sem eru mikilvæg til þess að vinna úr fitu.

– Svefnleysi stuðlar að aukinni kviðfitu hjá börnum. Heimild: Úrdráttur úr efni sem kynnt var á Evrópuráðstefnu um offituvandann í apríl 2007.