Enn og aftur verða farsímar fyrir árásum vísindamanna sem benda á að ekki megi horfa framhjá skaðsemi þeirra þrátt fyrir vinsældir. Við erum öll orðin vön þessari þægilegu tækninýjung en það vill gleymast að farsímar eru nýjung. Langtímaáhrif farsíma eru tiltölulega óþekkt. Fyrir skemmstu tilkynnti WHO – Alþjóða heilbrigðismálastofnunin að farsímar yrðu hér eftir flokkaðir með eiturefnum eins og DDT skordýraeitrinu og blýi. Eins og það dugi ekki til, þá bættist nýverið við ein rannsókn í viðbót sem varðar áhrif á frjósemi karla. Vísindamenn við Queen Háskólann í Kanada komust að því að farsímar auka testósterónframleiðslu líkamans en minnka hinsvegar sæðisgæði og frjósemi.
Virtar stofnanir hafa sömuleiðis varað við krabbameinsvaldandi áhrifum farsíma og því fer vaxandi sú krafa að þessi nytsamlega tækni sé gerð hættulaus.
Um leið og farsímarnir hafa þau áhrif að auka testósterón draga þeir úr framleiðslu svonefndra LH hormóna (luteinizing hormones) sem eru mikilvæg fyrir fyrir heilbrigða frjósemi. Vísindamennirnir lögðu fram þá tilgátu að rafsegulbylgjur frá farsímunum trufli framleiðslu þessara hormóna. Nú þegar eru virtustu stofnanir búnar að vara við krabbameinsvaldandi áhrifum farsíma, sérstaklega hjá þeim sem nota símana mikið (30 mín á dag). Miklir hagsmunir eru hinsvegar í húfi og því hafa margir staðið upp farsímunum til varnar. Fyrst og fremst er hér um fjárhagslega hagsmuni að ræða þegar varnaraðilar farsímanna eru annars vegar. Mestu hagsmunirnir liggja hinsvegar í heilbrigði ungu kynslóðarinnar sem er alin upp við að hafa farsímann öllum stundum við hendina. Í ljósi þeirrar ógnar sem steðjar að heilbrigði okkar vegna þessarar mestu tæknibyltingar sem átt hefur sér stað á seinni árum hlýtur sú krafa að koma fram áður en langt um líður að framleiðendur einbeiti sér að því að breyta tækninni á þann veg að menn séu ekki bókstaflega með lífið í lúkunum þegar haldið er á farsíma.
(Queen´s University, fréttatilkynning 19. Maí 2011)