Nú þegar nokkrir dagar eru þar til skráningu lýkur á Íslandsmótið í fitness, módelfitness og vaxtarrækt hafa 178 keppendur skráð sig. Met var slegið á síðasta móti sem haldið var í nóvember, en þá kepptu 109 keppendur. Fjöldinn er því að ná nýjum hæðum þessi misserin. Tæplega 100 af skráðum keppendum keppa í módelfitness.

Komin er gróf dagskrá fyrir keppendur en hún er eftirleiðis:

Dagskrá Íslandsmótsins í fitness, módelfitness og vaxtarrækt

Miðvikudagur 4. apríl

18.00 Vigtun og mæling fitnessflokka karla og vaxtarrækt

Mæting stundvíslega í Háskólabíó. Keppendur muna að koma með geisladisk með tónlist fyrir frjálsar stöður. Diskurinn þarf áður að vera vel merktur nafni keppanda og keppnisflokki. Merkið diskinn áður en mætt er á staðinn. Allir keppendur sem þarf að vigta ættu að vera í keppnisskýlu innanundir.

Vigtun og mæling fitness karla, allir flokkar

Fitness kvenna, -163 sm, +163 sm, +35 ára, unglingaflokkar.

Hæðarmæling. Keppendur í -163 og +163 sm flokkum mæti og eru hæðarmældir í lituðu bikini. Keppnisfatnaður skoðaður hjá öllum. Allir keppendur sem þarf að mæla eða vigta ættu að vera í keppnisskýlu innanundir.

 19.00 Módelfitness, mæting

Keppendur mæti stundvíslega. Hæðarmæling módelfitnesskeppenda. Mæling fer fram í lituðu bikini. Keppendur ættu að mæta í bikiníinu innan undir fatnaði. Unglingar þurfa ekki að fara í hæðarmælingu en þurfa að sýna keppnisfatnað. Allir módelfitnesskeppendur komi með keppnisfatnað til skoðunar.

 

Fimmtudagur 5. apríl

10.00 Húsið opnar

11.00 ÍSLANDSMÓTIÐ Í MÓDELFITNESS – FORKEPPNI

18.00 ÍSLANDSMÓTIÐ Í MÓDELFITNESS – ÚRSLIT

 

Föstudagur 6. apríl

11.00 Húsið opnar

12.00 FITNESSFLOKKAR KARLA, KVENNA OG VAXTARRÆKT – FORKEPPNI (ath breyttan tíma)

18.00 FITNESSFLOKKAR KARLA, KVENNA OG VAXTARRÆKT – ÚRSLIT

Nákvæmari dagskrá verður birt hér næstu daga og keppendur fá hana sömuleiðis senda í tölvupósti.