Things (24)Hlutverk D-vítamíns eru mörg og mikilvæg og flest fáum við nægilegt magn af því ef sól skín í heiði þar sem líkaminn getur framleitt vítamínið þegar sól skín á húðina. Íslendingar hafa áratugum saman sótt í Lýsi til þess að fá aukaskammt af þessu nauðsynlega vítamíni, sérstaklega í skammdeginu þegar sólin er sjaldséð.

Árin 1996-2007 fór fram rannsókn á Spáni sem 1.226 manns tóku þátt í. Niðurstaða rannsóknarinnar gefur til kynna að D-vítamínskortur tengist tilhneygingu fólks til að fitna og jafnvel svo mjög að það flokkast til offitu. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að D-vítamínskortur tengist einnig auknum líkum á krabbameini, hjartasjúkdómum, beinþynningu ónæmiskerfissjúkdómum, flensu, áunninni sykursýki, þunglyndi og ótímabærum dauðsföllum. Eins og sjá má á skuggalegri upptalningunni er greinilegt að vísbendingar eru um að D-vítamín hafi afar miklu hlutverki að gegna fyrir heilbrigði okkar. D-vítamín er mælt í svokölluðum alþjóðaeiningum og fólk ætti að fá minnst 1.000 alþjóðaeiningar af vítamíninu á dag til viðbótar við það sem fæst í gegnum mataræðið.

(Journal Clinical Nutrition, 67:680-682, 2013)