Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt 2013Fitubrennsla er meiri þegar æft er á tómum maga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var við Tsukuba háskólann í Japan. Rannsóknin tók mið af mælingum sem gerðar voru á fólki eftir 24 tíma dvöl í sérstökum klefa sem mælir öll efnaskipti og súrefnisupptöku. Fólki var skipt upp í tvo hópa – þá sem voru nýlega búnir að borða fyrir æfingu og þá sem voru búnir að melta máltíð fyrir æfingu. Hitaeiningabrennslan var sú sama hjá báðum hópunum en oxun var meiri og kolvetnanotkun minni þegar æft var eftir en ekki fyrir máltíð. Niðurstöðurnar styðja því þá kenningu að fitubrennsla sé meiri þegar þegar æft er á tómann maga.

(Metabolism Clinical and Experimental, 62: 793-800, 2013)