image description
image description

Við erum undir miklu álagi meira eða minna alla daga sem veldur streitu. Hvort sem álagið er andlegt eða líkamlegt bregst líkaminn við með því að framleiða streituvaldandi hormón á borð við cortisol eða noradrenalín. Það er eðlilegt að líkaminn framleiði þessi hormón undir álagi en ekki jafn eðlilegt að álagið sé langvarandi eins og algengt er í hinu streituvaldandi þjóðfélagi sem við þekkjum í dag. Þessi hormón valda því að líkaminn hættir að framleiða testósterón sem hefur ýmis áhrif í líkamanum, þar á meðal minnkar aðlögunarhæfni að erfiðum æfingum. Rannsókn sem pakistanskir vísindamenn gerðu á rottum sýndi fram á að með því að gefa þeim E vítamín en ekki C vítamín minnkaði framleiðslan á testósteróni undir álagi ekki eins mikið og annars. Draga má þá ályktun af rannsókninni að bráavarnarefni (antioxidants) eins og E og C vítamín auðveldi aðlögun líkamans að miklu æfingaálagi. Nokkrar nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að mikið magn af bráavarnarefnum geti haft neikvæð áhrif á styrktaraukningu í kjölfar æfinga. Bráavarnarefni verja frumur gegn neikvæðum áhrifum lausra stoðeinda og þar af leiðandi er ákveðið magn af lausum stoðeindum nauðsynlegt fyrir aðlögun vöðva og vöðvastækkun.
(Journal of Ayub Medical College, 26: 7-11, 2014)