Búið er að vigta vaxtarræktarkeppendur sem keppa í íþróttahöllinni á morgun, 21. mars. Fjórir keppendur eru í -80, fimm í -90 og fjórir í -100. Auk þeirra er einn í unglingaflokki og tveir í 40 ára flokki og eldri. Forkeppnin hefst klukkan 14.00 í íþróttahöllinn og úrslit hefjast klukkan 20.00.Í kvöld var verið að gera klárt fyrir keppnina og við það tækifæri var Magnús Bess Júlíusson, margfalldur Íslandsmeistari í vaxtarrækt fenginn til að hjálpa við að stilla sviðslýsinguna. Myndin var tekin við það tækifæri. Klukkan 15.00 á morgun, föstudag, 21. mars hefst forkeppni í Módelfitness. Keppendur þar eru 16 talsins og búist er við harðri keppni. Ennfremur hefst um leið forkeppni í fitnessflokki kvenna 35 ára og eldri.