Rannsókn á finnskum karlmönnum sem voru í hópi þeirra sem mest neyta af mjólkurvörum áttu 65% meiri hættu á að fá blöðruhálskirtilskrabbamein heldur en viðmiðunarhópur.Viðamiklar rannsóknir á neysluvenjum fólks hafa gefið vísbendingar um samband á milli mikillar mjólkurneyslu og blöðruhálskrabbameins. Breskir vísindamenn sem fóru yfir eldri rannsóknir ályktuðu að kostirnir við að drekka mjólk, sem eru minni líkur á hjartaáfalli, heilablóðfalli og krabbameini í þörmum, vegi upp á móti auknum líkum á blöðruhálskirtilskrabbameini.
Rannsókn á finnskum karlmönnum sem voru í hópi þeirra sem mest neyta af mjólkurvörum áttu 65% meiri hættu á að fá blöðruhálskirtilskrabbamein heldur en viðmiðunarhópur. Mikil mjólkurneysla dregur úr líkum á offitu og of háum blóðþrýstingi. Mjólk og mjólkurvörur draga úr kekkjamyndun blóðs sem getur valdið hjartaslagi og ennfremur stuðlar mjólk að myndun endorfínhormóna sem eru einskonar náttúruleg verkjalyf líkamans. Hinir margvíslegu kostir sem fylgja því að drekka mjólk vega því vel upp á móti auknum líkum á blöðruhálskirtilskrabbameini. Gott er að drekka fitulitla mjólk eins og undanrenna eða léttmjólk eftir æfingu því með því fæst vökvi, gæðaprótín og kolvetni sem flýta fyrir vöðvavexti og endurnæringu vöðva.
(British Nutrition Foundation Nutrition Bulletin, 33:279-286,2008)