Um næstu helgi halda Anna Margrét Ólafsdóttir og Heiðrún Sigurðardóttir á Heimsmeistaramót IFBB í fitness sem haldið verður í Brno í Tékklandi. Þær hafa staðið í ströngum æfingum undanfarið og eru báðar í sínu besta formi. Að sögn Sigurðar Gestssonar sem hefur haft umsjón með þjálfun þeirra hafa þær báðar bætt sig verulega og eru mjög skornar. Eins og endranær má búast við mjög sterku móti og aðal markmiðið hjá Önnu og Heiðrúnu er að komast í 15 manna úrslit. Gífurlegur keppendafjöldi er á heimsmeistaramótinu enda stefna þangað bestu fitnesskeppendur frá fjölda landa. Á síðasta ári voru keppendur frá um 40 löndum víðsvegar að úr heiminum og samkeppnin því mikil. Einar Guðmann mun fara til Brno til þess að dæma á Heimsmeistaramótinu og mun ennfremur flytja af því fréttir hér á fitness.is um leið og ljóst er hvernig Önnu og Heiðrúnu gengur á heimsmeistaramótinu.

Anna og Heiðrún