Aníta Rós Aradóttir
Aníta Rós Aradóttir

Nafn: Aníta Rós Aradóttir
Fæðingarár: 1989
Bæjarfélag: Hveragerði
Hæð: 169
Þyngd: 58
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna -171
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/anita.aradottir
Atvinna eða skóli: Íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Mikill áhugi á Fitness, lyftingum, íþróttum, heilsu og almennri hreyfingu. Magnað fyrirbæri hvað það er hægt að móta mannslíkamann á fallegan hátt. Einnig vildi ég vildi öðlast reynslu á þessu sviði ásamt því að setja sjálfri mér krefjandi markmið sem væru mjög ,,challenging“ bæði líkamlega og andlega.
Ég elska erfiðar áskoranir sem krefjast þess að það þurfi að leggja á sig mikla vinnu, sýna aga og staðfestu til að ná markmiðum sínum. Svo er þetta bara svo agalega skemmtilegt sport 🙂

Keppnisferill:

Íslandsmót 2012 – 4.sæti
Bikarmót 2012 – 6.sæti

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Under Armour Iceland
Sportlíf
Fagform
Hárlengingar.is
Bylgjur og bartar
street.is

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Lyfti 5 daga vikunnar bæði innan og utan keppnistímabilsins. Tek hvíldardag frá lyftingum á sunnudögum og í miðri æfingarviku þar sem fer og tek góðar djúpar teygjur, nudd/foamroll, slökun og heita pottinn sem hefur virkað stórkostlega fyrir mig, líkaminn vinnur mun betur með mér með þessum ,,recovery“ degi, einnig næ ég betri æfingum seinni part vikunnar með þessu móti.

Utan keppnistímabilsins, þá held ég brennslunni í lágmarki, fer að meðaltali 2x í viku annaðhvort í low intensity eða HITT spretti. On season skiptist ég á low intensity og HITT sprettum í morgunbrennslum, byrja 3-4x í viku og eyk brennsluæfingarnar þegar nær dregur móti. Eftir lyftingar vill ég helst ekki taka brennslu en þegar nær dregur móti tek ég 10 mín HITT eða 20mín low intensity eftir sumar lyftingaræfingar. HITT sprettirnir eru að gefa hrikalega!

Hvernig er mataræðið?

Fyrir morgunbrennslu: Prótein og koffín. Aminosýrur á æfingunni.
Morgunmatur: Hafrar, prótein og fita.
Millimál: Skyr
Hádegismatur: Bringa + grjón + grænmeti + fita.
Millimál: Egghvítur + ávöxtur.
Pre-meal: Hafrar og prótein.
Eftir æfingu: Prótein strax á eftir – Banani 30 mín síðar.
Kvöldmatur: Fiskur + Sætar kartöflur + grænmeti.
Fyrir svefninn: Casein + fita.

Í byrjun niðurskurðar er ég í yfir 2000 hitaeiningum, hægt og rólega trappa ég mig niður með því að minnka hitaeiningarnar smátt og smátt með tilliti til rétt hlutfalls kolvetna, próteina og fitu. Neðst fer ég niður í tæplega 1500 kaloríur. Það sama geri ég eftir mót, trappa mig hægt og rólega upp með því að auka hitaeiningafjöldann smátt og smátt.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Mysuprótín, Scitec Chocolate coconut

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Scitec og stacker whey prótein
Scitec Casein prótein
Glutamine
Beta alanine
Pre-workout
Aminosýrur
CLA
Vítamín

Seturðu þér markmið?

Já, ég tel markmiðasetningu vera mjög mikilvæga til að ná árangri. Mín markmið(í grófum dráttum) eru að vinna samviskusamlega að því að bæta mig og vera það besta sem ég get verið. Ná sífellt betri árangri á mótunum hér á Íslandi og mögulega fara erlendis að keppa. Svo set ég nákvæmari markmið og hvað ég þarf að gera til að ná þeim markmiðum.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Motivation myndbönd og myndir.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Erfitt val, nokkrir sem standa upp úr eru Andreia Brazier, Nathalia Melo og Kai Green.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Margir stórglæsilegir keppendur á Íslandi t.d. Magga Gnarr, Katrín Edda, Una Margrét og fleiri til.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

– Go To Sleep – Dmx feat Eminem feat Obie Trice
– Can’t Be Human By Ft.Uno And SC
– HOLD STRONG By Rob Bailey and The Hustle Standard
– DMX – Where the hood at
– Vexare – The clock maker

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Ekki reyna að stytta þér leið að árangri. Leggðu hart að þér til að ná markmiðum þínum á heilbrigðan hátt.