drugtest, steroids, sterar, toflur,Mikið er um hræðsluáróður gagnvart steranotkun og í mörgum tilfellum erfitt að greina á milli staðreynda og tilfinningakenndra skoðana í þeim áróðri. Eberhard Nieschlag og Eva Lena Vorona eru ágætt dæmi um þetta vandamál en þau endurskoðuðu rannsóknir á þessu sviði við Háskólann í Munster í Þýskalandi. Þau áætla að 6,4% karla og 1,6% kvenna í heiminum hafi notað vefaukandi stera. Þau vitna í langan lista aukaverkana sem eru allt frá æxlum í eystum, skjaldkirtilsstækkunum, krabbameini, getuleysi, hárvexti, hárleysi, snípsstækkun, dimmri rödd kvenna til brjóstakrabbameins hjá báðum kynjum. Þetta eru allt þekktar aukaverkanir af steranotkun en haft er eftir sérfræðing í lyfjanotkun að „Við gerum miklar kröfur um sannanir fyrir því að lyf hafi ákveðna jákvæða verkun en þegar aukaverkanir eru annars vegar látum við sögusagnir duga sem sönnun fyrir aukaverkunum“. Steranotkun er algeng meðal íþróttamanna sem vilja bæta árangur sinn og eldra fólks sem reynir að hægja á öldrunarferlinu. Talið er að mikil þörf sé á að safna saman gögnum frá vísindamönnum um tíðni raunverulegra aukaverkana í stað þess að einskonar rétttrúnaðaráróður frá einstaka læknum sé látinn duga.
(European Journal Endocrinology, vefútgáfa 24. mars, 2015)