Um helgina fór fram svonefnt Bikini World Cup mót í Búdapest sem öðru nafni útleggst sem bikini – heimsbikarmót. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir sigraði sinn flokk á mótinu og er að vonum stolt yfir árangrinum og við báðum hana um að segja okkur frá mótinu.
„Ferðin er búin að vera æði í alla staði hér í Budapest á Children European Championship og Bikini World Cup 21012. Þetta voru aðalega stelpur héðan frá Ungverjalandi sem ég kepptu á mótinu, Rúmeníu og öðrum nágranna löndum hér. Rosalegur fjöldi barna keppti á mótinu og gaman að fylgjast með þeim. Keppnin fór fram í gömlu leikhúsi það gekk allt fljótt og vel fyrir sig. Keppt var í þremum hæðaflokkum í bikini fitness og var ég hæðsta flokknum.

Eftir að úrslitin voru kynnt og ég vissi að ég væri orðin heimsbikarmeistari í mínum flokk fór svaðlegt þjóðarstolt um mig þegar Íslenski þjóðsöngurinn var spilaður og allir stóðu upp í salnum.

Okkur var svo boðið í kvöldverð á hótelinu um kvöldið sem allir keppendur, dómarar og aðrir móthaldarar voru saman komin og borðin merkt eftir þjóðum mjög flott.
Ég var eiginlega bara að átta mig á því í morgun hvað geriðst og er enn í sigurvímu. Ætla svo að njóta mín í frí hér í Budapest og skoða þessu fallegu borg í nokkrar daga áður en ég kem heim.“