Skráningu keppenda er lokið fyrir Fitnesshelgina sem fram fer um Páskana á Akureyri. Alls eru 81 keppandi skráður til keppni ef talið er eftir flokkum. Á síðasta ári var sögulegt þátttökumet þegar 62 keppendur mættu til leiks og er því um sögulegt þátttökumet um Fitnesshelgina að ræða.Nánari upplýsinga um skráningar í einstaka flokka má vænta eftir helgina. Ennfremur má vænta ítarlegrar dagskrár.