Flestir sem stunda ræktina að ráði lenda í því fyrr eða síðar að þurfa að fást við minniháttar meiðsli. Um 44% þeirra sem stunda ræktina leita fyrr eða síðar til nuddara til að takast á við krankleika sem herjar á þá eftir átök eða íþróttir.

Nuddarar og jafnvel samtök nuddara halda því fram að nudd geti aukið liðleika, komið í veg fyrir meiðsli, aukið þrek og þol, losað vöðva við úrgangsefni og bætt líkamlegt ástand með ýmsu móti.

vísindin sem sýna fram á gildi nudds fyrir lækningar og verkjameðferðir eru loðin en það breytir því ekki að nudd gagnast mörgum.

Því miður eru engar áreiðanlegar rannsóknir sem styðja þessar fullyrðingar. Nudd er þægilegt, veitir vellíðan og fær fólk til að slaka á. Áhrifin geta verið verkjastillandi og slökun sem slík getur haft mjög víðtæk jákvæð áhrif þegar þörfin fyrir hana er til staðar. Það er engu að síður varasamt að halda því fram að nudd hafi mikinn lækningarmátt.