A, C og E vítamín virðast verja heyrnina. Vísindamenn við Háskólann í Michigan í Bandaríkjunum fengu þá hugmynd að gefa tilraunasvínum þessi vítamín og létu þau síðan upplifa gríðarlegan hávaða. Eins og gjarnan er gert í svona rannsóknum var samanburðarhópur tilraunasvína sem var látinn upplifa það sama en þó án þess að fá A, C og E vítamín. Skemmst frá að segja varð hópurinn sem fékk engin vítamín fyrir heyrnarskaða en hinn ekki.