Hægt er að tvöfalda líkurnar á að geta hætt að reykja með því að fá vin eða vinkonu til senda hvetjandi og áminnandi sms nokkrum sinnum á dag. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Bretlandi hættu 10% af 3000 reykingamönnum að reykja ef þeir voru hvattir áfram á þennan hátt. Einungis 5% af jafnstórum viðmiðunarhóp hættu reykingunum.

(Lancet 2011)