Aníta Rós Aradóttir fagnar sigri í heildarkeppninni í módelfitness.

Íslandsmótið í fitness fór fram um páskana í Háskólabíó þar sem 109 keppendur stigu á svið á þessu stærsta fitnessmóti ársins. Á skírdag var keppt í karlaflokkum og á föstudaginn langa í kvennaflokkum en alls var keppt í sex keppnisgreinum og að lokinni keppni í hverjum flokki var keppt um heildarsigurvegara hverrar keppnisgreinar.

Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson og Elmar Diego

Fitnessflokkur karla gríðarlega sterkur

Að öðrum keppnisflokkum ólöstuðum verður að segjast að fitnessflokkur karla hefur líklega aldrei sést jafn sterkur á sviði. Þarna mættu margir af sterkustu keppendum landsins og eins og heyrðist sagt í salnum „eintómir konungar á sviðinu“. Þar voru saman komnir margir reynsluboltar. Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson stóð uppi sem sigurvegari eftir mjög jafna baráttu við Elmar Diego en einungis tvö stig skildu þá að. Baráttan upp í sjötta sæti var hinsvegar mjög jöfn enda allir að mæta í sínu besta formi.

Í unglingaflokki var baráttan sömuleiðis hörð en þar sigraði Alexander Guðjónsson sem mætti í sínu besta formi.

Íslandsmeistari unglinga í vaxtarrækt, Hafsteinn Máni Guðmundsson mætir goðsagnakenndum öldungnum Magnúsi Bess Júlíussyni. Magnús vann.

Unglingurinn og öldungurinn mættust í vaxtarræktinni

Magnús Bess Júlíusson varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt. Hann er einn langreyndasti keppandi Íslandssögunnar í vaxtarrækt og mætti í frábæru formi. Það þarf ekki að kynna Magnús fyrir áhugafólki um líkamsrækt, en hann sigraði sinn flokk í vaxtarræktinni með afgerandi stigafjölda. Hann sigraði einnig flokk 40 ára og eldri þar sem Gunnar Ársæll Ársælsson varð annar. Hafsteinn Máni Guðmundsson varð Íslandsmeistari unglinga í vaxtarrækt en hann blandaði sér einnig í baráttuna um efstu sætin í vaxtarræktinni þar sem hann varð í öðru sæti á eftir Magnúsi Bess.

Hrannar Ingi Óttarsson, Ólafur Einir Birgisson og Torfi Hrafn Ólafsson sigruðu sína flokka í sportfitness.

Hrannar Ingi, Ólafur Einir og Torfi Hrafn sigruðu í sportfitness

Í sportfitness voru það þeir Hrannar Ingi Óttarsson, Ólafur Einir Birgisson og Torfi Hrafn Ólafsson sem sigruðu sína flokka. Hrannar Ingi varð Íslandsmeistari unglinga en hann varð sömuleiðis annar í heildarkeppninni. Ólafur Einir sigraði heildarkeppnina.

Davíð Alexander og Margrét Gnarr

Margrét Gnarr og Davíð Alexander Íþróttamenn ársins hjá IFBB á Íslandi

Margrét Gnarr er fyrsti íslendingurinn sem nær þeim árangri að keppa meðal atvinnumanna á Olympía mótinu í Bandaríkjunum. Hún hafnaði þar í 13. sæti af 42 avinnumönnum en mótið er hið sterkasta sinnar tegundar og hefur komið mönnum eins og Arnold Schwartzenegger á kortið. Hún sigraði á þremur atvinnumannamótum á síðastliðnu ári. David Alexander varð heildarsigurvegari í vaxtarrækt á báðum innanlandsmótunum á síðasta ári og komst í úrslit á Evrópumótinu á síðasta ári. Bæði verðskulda þau því að hljóta titilinn íþróttamaður ársins hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna á Íslandi. Í ár var þessi titill í fyrsta skipti veittur bæði karli og konu og verður hafður sá háttur á framvegis.

Aníta Rós Aradóttir og Edda Ásgrímsdóttir

Barátta í módelfitness

Byrjendaflokkurinn í módelfitness var það fjölmennur að skipt var upp í tvo hæðarflokka. Edda Ásgrímsdóttir byrjaði á að sigra lægri flokkinn en hún sigraði einnig undir 168 sm flokkinn sem er góður árangur á hennar fyrsta móti. Gunnhildur Kjartansdóttir sigraði hærri flokkinn en í unglingaflokki var það Tanja Rún Freysdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari og Ingibjörg Kristín Gestsdóttir sigraði í flokki 35 ára og eldri.

Elísa Weisshappel sigraði í undir 163 sm flokki og Aníta Rós Aradóttir sigraði í yfir 168 sm flokki en þegar í heildarkeppnina var komið var keppnin mjög jöfn. Þar var það Aníta Rós Aradóttir sem stóð uppi sem heildarsigurvegari eftir mjög jafna keppni.

Alda Ósk Hauksdóttir Íslandsmeistari í ólympíufitness.

Alda Ósk Íslandsmeistari í ólympíufitness

Einungis einn keppandi var í ólympíufitness kvenna að þessu sinni. Alda Ósk Hauksdóttir sýndi flotta takta sem bættu upp fámennið en eins undarlegt og það nú er þá er hennar flokkur einn sá fjölmennasti á mörgum alþjóðlegum mótum en hér á landi hefur flokkurinn verið fámennur eftir að vaxtarrækt kvenna lagðist af. Vonandi á eftir að fjölga í þessum flokki á næstu árum enda fjöldi kvenna sem gæti látið til sín taka á þessu sviði.

Rakel Guðnadóttir sem varð önnur í fitnessflokki kvenna undir 163 sm og Bergrós Kristjánsdóttir sem sigraði þann flokk og varð einnig Íslandsmeistari unglinga í fitness.

Spennandi keppni í fitnessflokkum kvenna

Það varð til ný stjarna í fitnessflokkum kvenna þegar Bergrós Kristjánsdóttir sigraði bæði unglingaflokkinn og undir 163 sm flokkinn í fitness kvenna. Bergrós skartar sérlega vönduðu samræmi og hóflegum vöðvamassa sem fellur vel að þessari keppnisgrein. Hún varð mjög undrandi yfir úrslitunum en dómarar voru nokkuð sammála um niðurstöðuna.

Í fitnessflokki kvenna yfir 163 sm sigraði Inga Hrönn Ásgeirsdóttir sem sigraði einnig heildarkeppnina. Keppnin í hennar flokki var mjög spennandi og jöfn á milli efstu sæta en á eftir henni varð Ingibjörg Magnúsdóttir í öðru sæti en einungis munaði þremur stigum á á milli þeirra.

Úrslit Íslandsmótsins í fitness 2017

Fitness karla unglingafl.
1 Alexander Guðjónsson 2
2 Kristinn Orri Erlendsson 3
3 Ingvar Þór Brynjarsson 1

Fitness karla
1 Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson 11
2 Elmar Diego 9
3 Sigurjón Sigurjónsson 13
4 Heiðar Ernest Karlsson 4
5 Helgi Bjarnason 8
6 Guðjón Helgi Guðjónsson 6
7-10 Alexander Guðjónsson 5
7-10 Enric Már Teitsson 7
7-10 Kristinn Orri Erlendsson 10
7-10 Majid Eskafi 12

Sportfitness karla unglingafl.
1 Hrannar Ingi Óttarsson 15
2 Ásbjörn Árni Ásbjörnsson 16
3 Guðbrandur Óli Helgason 14
4 Sverrir Hjörleifsson 17
5 Óðinn Dagur Svansson 18

Sportfitness karla -178
1 Ólafur Einir Birgisson 25
2 Hrannar Ingi Óttarsson 19
3 Ásbjörn Árni Ásbjörnsson 21
4 Jakob Ingason 23
5 Hamid Ben 27
6 Róbert Þór Jónasson 24
7-9 Hreinn Fernandez 20
7-9 Jose Pedro Santos 22
7-9 Przemyslaw Zmarzly 26

Sportfitness karla +178
1 Torfi Hrafn Ólafsson 38
2 Axel Markusson 32
3 Haukur Heiðar Bjarnason 33
4 Vernharður Reinhardsson 29
5 Sindri Már Hannesson 37
6 Páll Gíslason 36
7-11 Guðbrandur Óli Helgason 28
7-11 Jhordan Valencia 30
7-11 Guðjón Valgeir Guðmundsson 31
7-11 Andri Haukstein Oddsson 34
7-11 Martin Meyer 35

Sportfitness heildarkeppni
1 Ólafur Einir Birgisson 25
2 Hrannar Ingi Óttarsson 15
3 Torfi Hrafn Ólafsson 38

Vaxtarrækt karla unglingafl.
1 Hafsteinn Máni Guðmundsson 39
2 Óli Hreiðar Hansson 40

Vaxtarrækt karla 40 ára +
1 Magnús Bess Júlíusson 42
2 Gunnar Ársæll Ársælsson 41

Vaxtarrækt karla
1 Magnús Bess Júlíusson 45
2 Hafsteinn Máni Guðmundsson 44
3 Gunnar Ársæll Ársælsson 47
4 Ingi Þór Sigurpálsson 48
5 Brynjar Smári 43
6 Björn Ævar Hansen 46

Vaxtarrækt heildarkeppni
1 Magnús Bess Júlíusson 45
2 Hafsteinn Máni Guðmundsson 39

Fitness kvenna unglingafl.
1 Bergrós Kristjánsdóttir 49
2 Ásrún Ösp Vilmundardóttir 50

Fitness kvenna -163
1 Bergrós Kristjánsdóttir 52
2 Rakel Guðnadottir 51

Fitness kvenna +163
1 Inga Hrönn Ásgeirsdóttir 55
2 Ingibjörg Magnúsdóttir 56
3 Elín Margrét Björnsdóttir 54
4 Ásrún Ösp Vilmundardóttir 53
5 Gréta Jóna Vignisdóttir 58
6 Katrín Jónasdóttir 57

Fitness kvenna heildarkeppni
1 Inga Hrönn Ásgeirsdóttir 55
2 Bergrós Kristjánsdóttir 49

Alda Ósk Hauksdóttir Íslandsmeistari í ólympíufitness.

Ólympíufitness kvenna
1 Alda Ósk Hauksdóttir 59

Módelfitness byrjendur lægri
1 Edda Ásgrímsdóttir 63
2 Auður Kristín Pétursdóttir 67
3 Stella Karen Árnadóttir 61
4 Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir 65
5 Salvör Eyþórsdóttir 66
6 Alma Hrund Hafrunardottir 60
7-8 Sonja Arnarsdóttir 62
7-8 Júlíana Garðarsdóttir 64

Módelfitness byrjendur hærri
1 Gunnhildur Kjartansdóttir 69
2 Lilja Kjartansdóttir 74
3 Sara Svavarsdóttir 72
4 Katrín Dröfn Hilmarsdóttir 68
5 Nadía Björt Hafsteinsdóttir 70
6 Ásdís Ýr Aradóttir 75
7-8 Karen Ýr Þórarinsdóttir 71
7-8 Guðbjörg Agnarsdóttir 73

Módelfitness unglinga
1 Tanja Rún freysdóttir 77
2 Elísa Weisshappel 78
3 Harpa Lind Hjálmarsdóttir 76

Módelfitness 35 ára +
1 Ingibjörg Kristín Gestsdóttir 80
2 Lilja Ingvadóttir 79
3 Sonja Arnarsdóttir 81

Módelfitness -163
1 Elísa Weisshappel 85
2 Stella Karen Árnadóttir 82
3 Loubna Anbari 84
4 Margrét Sif Sigurðardóttir 87
5 Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir 86
6 Alma Hrund Hafrunardottir 83

Módelfitness -168
1 Edda Ásgrímsdóttir 89
2 Aðalbjörg Arna G Smáradóttir 97
3 Tanja Rún freysdóttir 90
4 Auður Kristín Pétursdóttir 88
5 Harpa Lind Hjálmarsdóttir 93
6 Rakel Orradóttir 91
7-11 Guðrún Stefanía Jakobsdóttir 92
7-11 Júlía Inga Alfonsdóttir 94
7-11 Ásdís Ýr Aradóttir 95
7-11 Salvör Eyþórsdóttir 96
7-11 Nadía Björt Hafsteinsdóttir 98

Módelfitness +168
1 Aníta Rós Aradóttir 105
2 Unnur Kristín Óladóttir 106
3 Gunnhildur Kjartansdóttir 100
4 Pálína Pálsdóttir 108
5 Ana Markovic 103
6 Lilja Kjartansdóttir 107
7-11 Ingibjörg Kristín Gestsdóttir 99
7-11 Íris Harpa Hilmarsdóttir 101
7-11 Lilja Ingvadóttir 102
7-11 Karen Ýr Þórarinsdóttir 104
7-11 Sara Svavarsdóttir 109

Módelfitness heildarkeppni
1 Aníta Rós Aradóttir 105
2 Edda Ásgrímsdóttir 89
3 Tanja Rún Freysdóttir 77
4 Elísa Weisshappel 85
5 Gunnhildur Kjartansdóttir 69
6 Ingibjörg Kristín Gestsdóttir 80

Myndasafn. Skoða fleiri myndir.

Ljósmyndir: Gyða Henningsdóttir – gyda.is