Bikarmótið í fitness fór fram um helgina í Háskólabíói. Um 90 keppendur stigu þar á svið og sjá mátti fjölmörg ný andlit meðal keppenda sem voru að stíga sín fyrstu spor á sviði. Keppt var á einum degi þar sem haldin var forkeppni á laugardagsmorgninum en fjölmargir áhorfendur mættu í Háskólabíó um kvöldið þegar úrslitin hófust og spennan var í hámarki.

Byrjandi sigraði heildarkeppnina í módelfitness

Margir efnilegir keppendur stigu sín fyrstu skref á sviði í byrjendaflokknum í módelfitness. Bára Jónsdóttir var ein af þeim en hún byrjaði á að sigra byrjendaflokkinn, keppti síðan í yfir 168 sm flokki, sigraði hann og fór því í heildarkeppnina sem hún sigraði einnig. Alls kepptu 44 keppendur í módelfitness og er því sigurinn hjá Báru afar athyglisverður.

Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki, Hanna Hallgrímsdóttir varð bikarmeistari í flokki 35 ára og eldri en Þorbjörg Ólafsdóttir sigraði í undir 168 sm flokki.

Tadas og Hjálmar Gauti bikarmeistarar í fitness og vaxtarrækt

Fámennt var í fitnessflokkum karla og í vaxtarræktinni, öfugt við það sem gerðist á Íslandsmótinu fyrr á þessu ári. Einungis tveir keppendur kepptu í fitnesflokki karla og fjórir í vaxtarrækt. Líklega má rekja það til þess að fitnessflokkur karla var mjög fjölmennur á síðasta Íslandsmóti og margir eru að stefna á Íslandsmótið um páskana.  Tadas Indriulis sigraði fitnessflokk karla en Hjálmar Gauti Jónsson sigraði bæði unglingaflokkinn og opna flokkinn í vaxtarrækt.

Hörð keppni í sportfitness

Gerald Einarsson varð bikarmeistari unglinga í sportfitness og sigraði einnig undir 178 sm flokkinn. Eggert Rafn Einarsson sigraði yfir 178 sm flokkinn en þegar þeir Eggert og Gerald mættust í heildarkeppninni hafði Eggert betur. Báðir voru vel undirbúnir en yfirburða samræmi og vöðvabygging Eggerts færði honum sigurinn.

Rakel Guðnadóttir varð bikarmeistari kvenna í fitness

Í fitnessflokkum kvenna voru það Wiktoria Anna Darnowska, Anna Fedorowicz og Rakel Guðnadóttir sem sigruðu sína flokka. Anna Fedorowicz sigraði bæði flokk 35 ára og eldri og yfir 163 sm flokkinn. Rakel sem býr yfir miklu samræmi og hóflegum skurðum varð hinsvegar heildarsigurvegari. Í ólympíufitness varð Alda Ósk Hauksdóttir bikarmeistari.

Ana Markovic fyrsti sigurvegarinn í wellness

Keppt var í wellness kvenna í fyrsta skipti á Bikarmótinu. Fjórir keppendur stigu á svið í þessum nýja keppnisflokki sem leggur áherslu á mýkri línur en tíðkast í fitnessflokkum kvenna og meiri vöðvamassa í takt við samræmi. Keppnin var mjög áhugaverð enda mættust mjög ólíkir keppendur á sviðinu. Ana og Brennda Heimarsdóttir háðu harða keppni en Ana stóð uppi sem bikarmeistari enda í frábæru formi og endurspeglar það sem leitað er að í þessari keppnisgrein.

Úrslit Bikarmótsins í fitness 2017

(Númer – Nafn – Stig – Sæti)

Sportfitness karla unglingafl.
4 Gerald Einarsson 5 – 1
3 Örvar Ágústsson 10 – 2

Sportfitness karla -178
5 Gerald Einarsson 5 – 1
8 Jakob Ingason 10 – 2
9 José Pedro Moreira Santos 16 – 3
12 Phichet khorchai 20 – 4
7 Bjarni Björnsson 24 – 5
10 Przemyslaw Zmarzly 30 – 6
11 Örvar Ágústsson
6 Sigfús Sigfússon

Sportfitness karla +178
15 Eggert Rafn Einarsson 5 – 1
16 Haukur Heiðar Bjarnason 12 – 2
17 Lukasz Milewski 13 – 3
18 Mikael Uni Karlsson Brune 20 – 4
13 Alexander Freyr Simm 25 – 5
14 Pálmar Hafþórsson 30 – 6

Sportfitness karla heildarkeppni
15 Eggert Rafn Einarsson 5 – 1
5 Gerald Einarsson 10 – 2

Fitness karla
1 Tadas Indriulis 5 – 1
2 Alexander Stardal Bartley 10 – 2

Vaxtarrækt karla unglingafl.
20 Hjálmar Gauti Jónsson 5 – 1
21 Hlynur Andri Hrafnsson 10 – 2
19 Þormóður Bessi Kristjánsson 15 – 3

Vaxtarrækt karla
23 Hjálmar Gauti Jónsson 5 – 1
22 Marteinn Ísak Steinarsson 10 – 2

Fitness kvenna unglingafl.
24 Wiktoria Anna Darnowska 5 – 1
25 Guðbjörg Agnarsdóttir 10 – 2

Fitness kvenna 35 ára +
28 Anna Fedorowicz 5 – 1
27 Hilda Allansdottir 12 – 2
26 Rósa Björg Guðlaugsdóttir 12 – 3

Fitness kvenna -163
33 Rakel Guðnadottir 7 – 1
35 Eva Björg Daðadóttir 9 – 2
29 Þórey Helena Guðbrandsdóttir 16 – 3
32 Hjördís Emilsdóttir 17 – 4
31 Hilda Allansdottir 27 – 5
30 Wiktoria Anna Darnowska 27 – 6
34 Björg Thorberg Sigurðardóttir

Fitness kvenna +163
38 Anna Fedorowicz 5 – 1
37 Rósa Björg Guðlaugsdóttir 10 – 2
36 Guðbjörg Agnarsdóttir 15 – 3

Fitness kvenna heildarkeppni
33 Rakel Guðnadóttir 6 – 1
38 Anna Fedorowicz 9 – 2
24 Wiktoria Anna Darnowska 15 – 3

Ólympíufitness kvenna
39 Alda Ósk Hauksdóttir 5 – 1

Wellness kvenna
40 Ana Markovic 7 – 1
42 Brennda Heimarsdóttir 9 – 2
43 Freydís Ósk Ásmundsdóttir 14 – 3
41 Sara Cuzco Svavarsdóttir 20 – 4

Módelfitness byrjendur
50 Bára Jónsdóttir 6 – 1
49 Þorbjörg Ólafsdóttir 11 – 2
55 Rakel Ýr Einarsdóttir 14 – 3
51 Bergþóra Ósk 23 – 4
48 Stefanía Huld Evertsdóttir 23 – 5
44 Sanita Anitudóttir 29 – 6
45 Eva María Emilsdóttir
46 Karen Mjöll Björgvinsdóttir
47 Birgitta Dögg Bender Þrastardóttir

Módelfitness unglinga
54 Glóey Jónsdóttir 10 – 1
53 Sóley Kristín Jónsdóttir 11 – 2
57 Hafrún Hákonardóttir 14 – 3
52 Bjarney Linda Heiðarsdóttir 19 – 4
59 Hugrún Birna Bjarnadóttir 20 – 5
58 Hera Björg Cassata 30 – 6
56 Bergþóra Ósk 32

Módelfitness 35 ára +
63 Hanna Hallgrimsdottir 7 – 1
60 Nadja Nikita Ósk Rjabchuk 11 – 2
65 Sonja Rut Aðalsteinsdóttir 14 – 3
61 Sigurlaug Níelsdóttir 18 – 4
62 Birgitta Dögg Bender Þrastardóttir 25 – 5
64 Vala Friðriksdóttir 30 – 6

Módelfitness -163
69 Glóey Jónsdóttir 8 – 1
67 Rakel Rós Friðriksdóttir 11 – 2
70 Sóley Kristín Jónsdóttir 11 – 3
66 Hera Björg Cassata 21 – 4
68 Karen Mjöll Björgvinsdóttir 24 – 5

Módelfitness -168
71 Þorbjörg Ólafsdóttir 7 – 1
74 Rakel Ýr Einarsdóttir 9 – 2
72 Hugrún Birna Bjarnadóttir 17 – 3
73 Bjarney Linda Heiðarsdóttir 17 – 4

Módelfitness +168
79 Bára Jónsdóttir 5 – 1
82 Sunneva Torres 14 – 2
76 Hafrún Hákonardóttir 16 – 3
77 Ástrós Snæfeld 21 – 4
81 Ása Hulda Oddsdóttir 21 – 5
87 Stefanía Huld Evertsdóttir 28 – 6
75 Íris Harpa Hilmarsdóttir
78 Hanna Hallgrimsdottir
80 Eva María Emilsdóttir
83 Lilja Kjartansdóttir
84 Nadja Nikita Ósk Rjabchuk
85 Sanita Anitudóttir
86 Sonja Rut Aðalsteinsdóttir

Módelfitness heildarkeppni
79 Bára Jónsdóttir 7 – 1
71 Þorbjörg Ólafsdóttir 10 – 2
69 Glóey Jónsdóttir 14 – 3
63 Hanna Hallgrímsdóttir 20 – 4

Gyða Henningsdóttir tók myndirnar en 400 myndir eru í myndasafninu okkar.