Um helgina fór fram Bikarmótið í fitness í Háskólabíó þar sem um 100 keppendur stigu á svið. Að þessu sinni fór mótið fram á einum degi sem gekk framar vonum ekki síst í ljósi fjölda keppenda.

Þeir voru margir keppendurnir sem fóru brosandi af sviðinu. Fjölmargir nýir keppendur stigu í fyrsta skipti á svið og sérlega ánægjulegt var að sjá þær framfarir sem sumir keppendur sýndu á milli móta.

Teitur Arason með þrennu í fitness karla

Teitur Arason keppti í bæði unglingaflokki og opnum flokki í fitness karla og sigraði báða flokkana og varð þar með einnig heildarsigurvegari í fitness karla.  Fastir á hæla Teits komu þeir Ómar Smári Óttarsson og Gunnar Sigurðsson. Ómar keppti eins og Teitur í unglingaflokki líka en þar varð hann sömuleiðis á annar á eftir Teit sem sýnir hversu sterkur unglingaflokkurinn reyndist á mótinu. Á síðasta Íslandsmóti sigraði Ingi Sveinn Birgirsson bæði unglingaflokkinn og heildarkeppnina eins og Teitur en í þetta skipti hafnaði hann í þriðja sæti sem undirstrikar enn betur hversu öflugir unglingarnir eru orðnir í þessari keppnisgrein.

Una Margrét Heimisdóttir sigraði í fitnessflokki kvenna

Ásrún Ösp Vilmundardóttir sigraði unglingaflokk fitness kvenna og þær Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Una Margrét Heimisdóttir sigruðu sína hæðarflokka. Þær Hafdís og Una eru nýkomnar heim af heimsmeistaramótinu í fitness þar sem þær stóðu í baráttu um verðlaunasæti í sínum flokkum og sýndu að styrkleikinn í þessari keppnisgrein er á heimsmælikvarða hér á landi. Ásrún sem sigraði unglingaflokkinn býr sömuleiðis yfir samræmi sem á heima á alþjóðlegum mótum. Í fitnessflokki 35 ára og eldri var það Anna Fedorowich sem stóð uppi sem sigurvegari.

Hrönn sviðsmeistari ein í ólympíufitness

Hrönn Sigurðardóttir var að þessu sinni eini keppandinn í ólympíufitness kvenna. Hún sýndi hinsvegar að venju frábær takta enda erfitt að finna keppendur sem eru færari í sviðsframkomu en Hrönn. Hún er eins og þær Una og Hafdís nýkomin af heimsmeistaramótinu í Póllandi þar sem hún varð jöfn að stigum og keppandinn í sjötta sæti í mjög fjölmennum flokki. Hið einkennilega er að hér á landi hefur keppendafjöldinn í ólympíufitness verið fámennur, en erlendis eru þetta fjölmennustu flokkarnir á eftir módelfitness. Það væri afar gaman að sjá fjölgun í þessum keppnisflokki, ekki síst ef keppendur ná að tileinka sér sviðsframkomu á heimsmælikvarða eins og Hrönn.

Fjölgun að nýju í módelfitness

Um 50 keppendur tóku þátt í módelfitness sem er fjölgun frá Íslandsmótinu. Það var sérlega ánægjulegt að sjá að byrjendaflokkurinn í módelfitness fékk góðar viðtökur en þar kepptu 13 keppendur sem voru allir að stíga sín fyrstu skref á sviði. Það var Margrét Sif Sigurðardóttir sem sigraði byrjendaflokkinn, Ása Hulda Oddsdóttir varð önnur og Ásta Lilja Sólveigardóttir. Í hæðarflokkunum voru það Tanja Rún Freysdóttir, Aðalbjörg Arna Gærdbo, Íris Hrefna Hafsteinsdóttir og Ingibjörg Kristín Gestsdóttir sem sigruðu sína flokka en í heildarkeppninni stóð Aðalbjörg Arna Gærdbo uppi sem sigurvegari.

Jöfn keppni í sportfitness

Viktor Berg varð aftur Bikarmeistari í sportfitness eftir harða baráttu við Jakob Ingason og Aðalstein Stefnisson. Í unglingaflokki mátti sjá miklar framfarir hjá kunnuglegum keppendum en þar var keppnin gríðarlega jöfn en Ásbjörn Árni Ásbjörnsson sigraði.

Fámennur en öflugur flokkur í vaxtarrækt

Einungis fjórir keppendur tóku þátt í vaxtarræktinni. Sigurður Stefán Sigurðsson var einn í flokki 40 ára og eldri og mætti í fantaformi. Í opna flokknum var það David Alexander sem sigraði og sömuleiðis í heildarkeppninni.

Úrslit Bikarmótsins 2016

Sætum 7 og ofar er raðað í stafrófsröð.
Sæti – keppnisflokkur – númer

_eg69269_4928-x-3280

Fitness karla
1 Teitur Arason 1
2 Ómar Smári Óttarsson 3
3 Gunnar Sigurðsson 2
4 Bent Helgason 4
5 Reynir Ari Þórsson 5

_eg69252_4928-x-3280

Fitness karla unglingafl.
1 Teitur Arason 8
2 Ómar Smári Óttarsson 7
3 Ingi Sveinn Birgirsson 9
4 Aron Freyr Sveinbjörnsson 6

Teitur Arason
Teitur Arason

Heildarsigurvegari í fitness karla
Teitur Arason

_eg69367_4928-x-3280Fitness kvenna unglingafl.
1 Ásrún Ösp Vilmundardóttir 12
2 Bergrós Kristjánsdóttir 10
3 Sara Böðvarsdóttir 11

_eg69385_4928-x-3280Fitness kvenna -163
1 Hafdís Björg Kristjánsdóttir 13
2 Brennda Mattos 17
3 Rakel Guðnadóttir 18
4 Bergrós Kristjánsdóttir 14
5 Hilda Allansdóttir 15
6 Sara Böðvarsdóttir 16

_eg69394_4928-x-3280Fitness kvenna +163
1 Una Margrét Heimisdóttir 21
2 Ásrún Ösp Vilmundardóttir 19
3 Anna Fedorowicz 22
4 Elsa Þórisdóttir 20

_eg69378_4928-x-3280Fitness kvenna 35 ára +
1 Anna Fedorowicz 23
2 Hilda Allansdóttir 25
3 Elsa Þórisdóttir 24

Una Margrét Heimisdóttir
Una Margrét Heimisdóttir

Heildarsigurvegari í fitness kvenna
Una Margrét Heimisdóttir

_gh46596_4928-x-3280Ólympíufitness kvenna
1 Hrönn Sigurðardóttir 26

_eg69436_4928-x-3280Módelfitness -163
1 Tanja Rún Freysdóttir 32
2 Loubna Anbari 29
3 Íris Ósk Ingólfsdóttir 28
4 Sara Líf Guðjónsdóttir 31
5 Margrét Sif Sigurðardóttir 34
6 Helga Magnea Gunnlaugsdóttir 30
Brynja Marín Sverrisdóttir 33
Freydís Ósk Ásmundsdóttir 27
María Lena Heiðarsdóttir Olsen 35

_eg69440_4928-x-3280Módelfitness -168
1 Aðalbjörg Arna Gærdbo 40
2 Simona Macijauskaite 42
3 Ásta Lilja sólveigardóttir 37
4 Guðrún Helga Reynisdóttir 36
5 Ingibjörg Sölvadóttir 41
6 Málfríður Jökulsdóttir 39
Véný Viðarsdóttir 38

_eg69450_4928-x-3280Módelfitness +168
1 Íris Hrefna Hafsteinsdóttir 48
2 Hrafnhildur Arnardóttir 49
3 Ásdís Bjarkadóttir 51
4 Ana Markovic 50
5 Íris Harpa Hilmarsdóttir 45
6 Ása Hulda Oddsdóttir 46
Elísabet María Pétursdóttir 43
Erna Bergþórsdóttir 44
Ingibjörg Garðarsdóttir Briem 47

_eg69432_4928-x-3280Módelfitness 35 ára +
1 Ingibjörg Kristín Gestsdóttir 53
2 Vala Friðriksdóttir 54
3 Kolbrún Þorsteinsdóttir 52

_eg69417_4928-x-3280Módelfitness byrjendur
1 Margrét Sif Sigurðardóttir 59
2 Ása Hulda Oddsdóttir 62
3 Ásta Lilja Sólveigardóttir 60
4 Íris Harpa Hilmarsdóttit 61
5 Ingibjörg Sölvadóttir 57
6 Elísabet María Pétursdóttir 55
Ásdís Bjarkadóttir 65
Brynja Marín Sverrisdóttir 67
Erna Bergþórsdóttir 66
Fjóla Dóra Sæmundsdóttir 56
Málfríður Jökulsdóttir 58
Ólöf Eir Jónsdóttir 63
Ragnhildur Björk Ingvarsdóttir 64

_eg69426_4928-x-3280Módelfitness unglinga 16-19 ára
1 Tanja Rún Freysdóttir 70
2 Harpa Lind Hjálmarsdóttir 71
3 Hrafnhildur Arnardóttir 69
4 Sara Líf Guðjónsdóttir 74
5 Írena Rut Sigríðardóttir 72
6 Freydís Ósk Ásmundsdóttir 68
Ólöf Eir Jónsdóttir 73

Aðalbjörg Arna Gærdbo
Aðalbjörg Arna Gærdbo

Heildarsigurvegari í módelfitness
Aðalbjörg Arna Gærdbo

_eg69219_4928-x-3280Sportfitness karla -178
1 Viktor Berg 81
2 Jakob Ingason 83
3 Ísak Grant 79
4 Brynjar Víðisson 80
5 Przemyslaw Zmarzly 75
6 Victor Levi Ferrua 78
Björn Berg 77
Tómas Bachmann 76
Þröstur Hjálmarsson 82

_eg69228_4928-x-3280Sportfitness karla +178
1 Aðalsteinn Stefnisson 87
2 Haukur Heiðar Bjarnason 84
3 Ólafur Davíð Pétursson 88
4 Lukasz Milewski 86
5 Árni Gísli Magnússon 90
6 Pálmar Hafþórsson 89
Bergsteinn Dagur Ægisson 85

_eg69209_4928-x-3280Sportfitness karla unglingafl.
1 Ásbjörn Árni Ásbjörnsson 92
2 Gerald Brimir Einarsson 93
3 Ísak Grant 91

Viktor Berg
Viktor Berg

Heildarsigurvegari í sportfitness
Viktor Berg

_gh46476_3280-x-4928Vaxtarrækt karla 40 ára +
1 Sigurður Stefán Sigurðsson 94

_eg69290_4928-x-3280Vaxtarrækt karla
1 David Alexander 98
2 Þorvaldur Ægir Þorvaldsson 96
3 Sigurður Stefán Sigurðsson 97
4 Enric Már Teitsson 95

David Alexander
David Alexander

Heildarsigurvegari í vaxtarrækt
David Alexander

urslitbikarmot2016_bls2 urslitbikarmot2016_bls1Heildarúrslit með stigum hverrar lotu.