Háskólabíó var þéttsetið þegar 43 keppendur víðsvegar af landinu kepptu á Bikarmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. Keppt var í fitness, vaxtarrækt og svonefndu módelfitness kvenna. Það voru þau Kristín Kristjánsdóttir og Andri Hermannsson sem urðu bikarmeistarar eftir harða keppni í fitness, en í módelfitness var það Rebekka Yvonne Rogers sem sigraði. Í vaxtarræktinni voru það þau Ívar Örn Bergsson og Hrönn Sigurðardóttir sem urðu bikarmeistarar.Nr – Sæti – Módelfitness 3- 1 Rebekka Yvonne Rogers 10- 2 Unnur Kristín Óladóttir 11- 3 Sif Sveinsdóttir 6- 4 Hrund Sigurðardóttir 1- 5 Sandra Björg Helgadóttir 2- 6 Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir 7-11 sæti í númeraröð: 4- 7 Þórdís Skaptadóttir 5- 7 Einhildur Ýr Gunnarsdóttir 7- 7 Kolbrún Björg Jónsdóttir 8- 7 Kristín Egilsdóttir 9- 7 Steinunn Tinna Hafliðadóttir
Keppt var í tveimur hæðarflokkum í fitness kvenna, yfir og undir 164 sm og unglingaflokki. Guðrún H. Ólafsdóttir sigraði í lægri flokknum, Kristín Kristjánsdóttir sigraði í yfir 164 sm og bikarmeistari unglinga varð Hugrún Árnadóttir. Þær þrjár kepptu síðan um bikarmeistaratitilinn í fitness kvenna og fór svo að Kristín Kristjánsdóttir hampaði bikarnum að lokum. Í módelfitness kvenna eru aðrar áherslur í dómgæslu en í hefðbundinni fitnesskeppni. Minna er lagt upp úr skurðum og vöðvabyggingu en áherslan meiri á sviðsframkomu og fegurð. Alls kepptu 11 keppendur í módelfitness og fór svo að Rebekka Yvonne Rogers sigraði, Unnur Kristín Óladóttir varð önnur og Sif Sveinsdóttir þriðja. Keppnin í karlaflokki í fitness kom verulega á óvart. Alls kepptu 9 keppendur í þeim flokki og mjög jafnt var á með mörgum efstu sætunum. Baráttan stóð á milli Andra Hermannssonar, Arnars Grant og Stefáns Arnarssonar um titilinn. Allir voru þeir í sínu besta formi og lengi vel áttu dómarar úr vöndu að ráða. Andri Hermannsson var í gríðarlega góðu formi, vel skorinn og samræmdur og hampaði þarna sínum fyrsta sigri í þessari íþróttagrein. Arnar Grant varð í öðru sæti og Stefán Þór Arnarsson þriðji. Í vaxtarræktinni var frekar fámennt að þessu sinni, fjórir karlar og ein kona mættu á svið. Það breytti ekki því að hörð keppni varð um efstu sætin í karlaflokki. Ívar Örn Bergsson sýndi fram á miklar framfarir á milli móta og mætti þarna í sínu besta formi sem dugði honum til sigurs. Annar varð Júlíus Þór Sigurjónsson og þriðji Sigurður Gestsson. Hrönn Sigurðardóttir var ein um að „keppa“ í kvennaflokki en að vanda sýndi hún frábæra sviðsframkomu og var vel að titlinum komin.
Nr – Sæti – Fitness kvenna undir 164 sm 6- 1 Guðrún H. Ólafsdóttir 3- 2 Sólveig Thelma Einarsdóttir 4- 3 Sólrún Stefánsdóttir 2- 4 Kristín Jóhannsdóttir 1- 5 Elín Ösp Sigurðardóttir 5- 6 Elín María Leósdóttir
Nr – Sæti – Fitness kvenna yfir 164 sm 4- 1 Kristín H. Kristjánsdóttir 1- 2 Auður Kristín Þorgeirsdóttir 3- 3 Rósa Björg Guðlaugsdóttir 5- 4 Björk Varðardóttir 2- 5 Laufey Hreiðarsdóttir 6- 6 Ragnhildur Þórðardóttir
Nr – Sæti – Vaxtarrækt kvenna 1- 1 Hrönn Sigurðardóttir
Nr – Sæti – Vaxtarrækt karla 2- 1 Ívar Örn Bergsson 4- 2 Júlíus Þór Sigurjónsson 3- 3 Sigurður Gestsson 1- 4 Gunnar Vilhelmsson
Nr – Sæti – Fitness karla 9- 1 Andri Hermannsson 7- 2 Arnar Grant 8- 3 Stefán Þór Arnarsson 2- 4 Sæmundur Hildimundarson 4- 5 Orri Pétursson 3- 6 Kristofer J Hjaltalin 7-9 sæti í númeraröð: 1- 7 Gunnar Sigurðsson 6- 7 Kristján Geir Jóhannesson 5- 7 Þorvaldur Ægir Þorvaldsson
Nr – Sæti – Fitness kvenna unglingaflokkur 2- 1 Hugrún Árnadóttir 6- 2 Sara Alexandra Jónsdóttir 1- 3 Olga Ósk Ellertsdóttir 5- 4 Andrea Ösp Karlsdóttir 4- 5 Adda María Ólafsdóttir 3- 6 Sólveig Anna Brynjudóttir