Keppt verður í nýjum keppnisflokk á næsta Þrekmeistaramóti. Um er að ræða tvenndarflokk þar sem karl og kona keppa saman í brautinni. Tekur þá hvor keppandi aðra hverja æfingu í brautinni. Sömu reglur gilda og í liðakeppninni – keppendur ráða hvor byrjar en taka síðan aðra hverja æfingu.
Öllum er heimil þátttaka, einnig þeim sem keppa í liða- eða einstaklingskeppninni ef þeir vilja. Ætla má að þessi keppnisflokkur muni verða á dagskránni á milli einstaklings- og liðakeppninnar.