hafdisbjorg1hm2016
Hafdís Björg á HM. Ekki fundust myndir af hinum keppendunum á HM við vinnslu fréttarinnar.

Um helgina fór fram heimsmeistaramótið í fitness í Bialystok í Póllandi. Þrír keppendur kepptu á mótinu, þær Hafdís Björg Kristjánsdóttir, Una Margrét Heimisdóttir og Hrönn Sigurðardóttir. Allar kepptu þær í fjölmennum og stórum flokkum en þær Hafdís og Una kepptu í sitthvorum fitnessflokknum (bodyfitness) þar sem þær komust í úrslit 15 efstu og höfnuðu báðar í 9 sæti. Hrönn Sigurðardóttir hafnaði í sjöunda sæti í sínum flokki en hún keppti í Ólympíufitness (Woman´s physique) og var þar jöfn að stigum í fyrstu lotunni og sú sem komst í sjötta sætið og var því hársbreidd frá því að hafna í verðlaunasæti. Íslensku keppendurnir gerðu því allir góða ferð á heimsmeistaramótið en undanfarin ár hafa íslenskir keppendur látið að sér kveða á alþjóðavettvangi.

Ennfremur fór Georg Garðarsson sem fulltrúi landsins og alþjóðadómari en hann hefur undanfarin ár verið ötull við að sinna dómgæslu á erlendum vettvangi.

hafdisbjorg3hm2016 hafdisbjorg2hm2016