Þrekmeistaramót var haldið á Akureyri fyrir skömmmu þar sem Pálmar Hreinsson sigraði á tímanum 17.13 mín sem er nýtt íslandsmet. Pálmar bætti eldra Íslandsmet Lárusar Mikaels frá Ísafirði um tvær og hálfa mínútu sem er frábær árangur. Í kvennaflokki sigraði Valdís Hallgrímsdóttir á tímanum 21.18 og bætti þar sitt eldra íslandsmet um hálfa mínútu.
Liðakeppnin var fjörug að vanda og í liðakeppni karla sigraði liðssveitin Nöldur og Nagg frá Vaxtarræktinni á Akureyri á tímanum 15.32. Í liðakeppni kvenna sigraði sveitin Fimm Fræknar frá æfingastöðinni Lífsstíl á tímanum 18:30.
Sæti Tími Einstaklingsflokkur kvenna 
1 21:18:32 Valdís Hallgrímsdóttir 
2 22:22:93 Hrönn Einarsdóttir 
3 22:31:68 Harpa Hlín Jónsdóttir 
   
Sæti Tími Einstaklingsflokkur karla 
1 17:13:24 Pálmar Hreinsson 
2 19:15:78 Lárus Mikael 
3 23:40:00 Högni Marzellius Þórðarson 
   
Sæti Tími Liðakeppni kvenna 
1 18:30:58 Fimm Fræknar 
2 18:39:51 Hressó Herinn 
3 18:49:05 Kiðlingarnir 
   
Sæti Tími Liðakeppni karla 
1 15:32:18 Nöldur og Nagg 
2 15:58:03 World Class Austurstræti 
3 16:17:59 Primus

Sjá nánari úrslit í greinasafninu