Fyrirhuguðum þrekmeistara sem halda átti 8. nóvember er frestað um óákveðinn tíma. Stefnt er að halda næsta þrekmeistara í byrjun næsta árs og til athugunar er að keppnin fari fram á höfuðborgarsvæðinu.Margar ástæður hafa legið til þessarar niðurstöðu og skildi kannski engan undra í því andrúmslofti sem ríkir í þjóðfélaginu í dag. Vinna þarf að því að fá stuðningsaðila að mótinu og treysta grundvöllinn fyrir framtíð þessarar keppni. Horft er til þess að næsta keppni fari fram snemma í febrúar, en nákvæm tímasetning verður tilkynnt síðar.
