Það getur verið fróðlegt að fylgjast með þeim sem stíga stigvélar. Stíllinn er misjafn sumir taka djúp og stór skref á meðan aðrir nota allan hreyfiferilinn í vélinni og stíga alveg niður. Hvor aðferðin skildi brenna meiru og taka mest á vöðvana? Stór skref taka meira á og mynda meiri brennslu, á því er enginn vafi. Fólk sem tekur grunn og hröð skef er að blekkja sjálft sig. Réttara er að stíga djúpt niður og halda sér ekki í handriðin. Ef haldið er fast í handriðin myndast mun minna átak á fótleggina. Mældu hjartsláttinn til þess að sjá hvort þú reynir nóg á þig. Flesti rættu að vera á 70% af hámarkspúlsi eða meira. Hægt er að meta hver hámarkspúlsinn er með því að draga aldurinn frá tölunni 220.