Beinþynning er alvarlegt vandamál, sérstaklega hjá konum. Hinsvegar er beinþynning einnig vandamál fyrir karla. Karlar þurfa að byggja upp þéttleika beina á yngri árum til þess að lenda ekki í vandamálum. Dr. Michael Mussolino og félagar við Miðstöð forvarna og sjúkdóma í Bandaríkjunum komst að því að karlar á þrítugsaldri sem skokkuðu níu sinnum á mánuði voru með 5% meiri beinþéttni en karlar sem skokkuðu minna en það og 8% meiri þéttni en karlar sem æfðu ekkert. Í rannsókninni var beinþéttni mæld í 4000 körlum, þar af voru tæplega 1000 skokkarar. Beinþynning er ekki jafn alvarlegt vandamál hjá körlum eins og hjá konum, en hinsvegar á einn af hverjum átta körlum eftir að brjóta bein vegna beinþynningar. 
(J. Pub. Health, Júlí 2001)