sterar og steranotkun

Vefaukandi sterar eins og testósterón sem vel þekktir eru meðal íþróttamanna í flestum íþróttagreinum bæla niður náttúrulega framleiðslu líkamans á þessu mikilvæga hormóni. Afleiðingin er sú að þegar lyfjaneyslunni er hætt er náttúruleg framleiðsla líkamans í lágmarki og þá er ekki von á góðu. Líkaminn framleiðir hormón í samræmi við eftirspurn. Ef hann skynjar sem svo að nægilegt magn sé til af tilteknu hormóni hægir hann á eða stöðvar sína eigin framleiðslu. Þegar hormónar eru teknir í töflu- eða sprautuformi ruglast kerfið og hættir eigin framleiðslu. Það getur tekið mjög langan tíma fyrir líkamann að hefja aftur eigin framleiðslu þegar hætt er að taka töflur eða nota sprautur.

Vísindamenn við Harvardháskóla komust að því að fyrrum steranotendur voru með minni eystu og minna af testósteróni í blóðrásinni en samanburðarhópur þrátt fyrir að liðnir voru 26 mánuðir frá því að þeir hættu að taka töflur eða sprauta sig. Þessir fyrrum steranotendur höfðu minni áhuga á kynlífi og höfðu tilhneygingu til þunglyndis. Ennfremur voru risvandamál mun algengari hjá þeim. Notaður var samanburðarhópur íþróttamanna sem ekki hafði tekið stera og vandað til rannsóknarinnar í alla staði eins og háttur er á í Harvardháskóla.

Nær væri að hlusta á niðurstöður hlutlausra vísindamanna en gaspur æfingafélaga sem apa allt eftir hver öðrum.

Tveir þátttakendana í rannsókninni náðu ekki aftur fyrri getu líkamans til að framleiða sitt eigið testósterón og risvandamál þeirra löguðust ekki þrátt fyrir að hafa farið í sérstaka testósterónmeðferð til að laga vandamálið. Niðurstöðurnar sýna að það er alvarlegt mál að taka stera og nær væri að hlusta á niðurstöður hlutlausra vísindamanna en gaspur æfingafélaga sem apa allt eftir hver öðrum.
(Addiction, vefútgáfa 19 janúar 2015)