ECG printout and stethoscopeKarlar fá sortuæxli frekar á vinstri hlið líkamans, nefið, kinnina vangann eða í hársvörð. Konur fá þessa tegund krabbameins frekar á hægri hlið líkamans og miðju andlitsins. Vísindamenn hafa lagt fram þá tilgátu að ástæðan fyrir þessum mismun á milli karla og kvenna sé sá að karlar eru líklegri til að vera ökumenn en konur sem skýrir hvers vegna þeir fá krabbamein frekar á vinstri hlið líkamans. Sítt hár verndar sömuleiðis konur gegn sólskyni á vangann og því er sjaldgæfara að þær fái sortuæxli þar. Fólk sem stundar íþróttir er líklegra en annað til að þróa með sér sortuæxli þar sem það stundar almennt meiri útiveru en kyrrsetufólk. Rannsóknin þykir sýna fram á mikilvægi þess að stunda sólböð í hófi og nota sólarvörn.

(Journal of Investigative Dermatology, 133: 1205-1211, 2013)