Sólhattur er jurtabætiefni sem byggir vinsældir sínar að einhverju leyti á meintri verkun þess á að fyrirbyggja kvef. Samkvæmt rannsókn sem Malcolm Whithead og félagar við Ríkisháskólann í Arkansas gerðu, hámarkar Sólhattur súrefnisupptöku og er rauðkornavaki (örvar framleiðslu rauðra blóðkorna). Í rannsókninni voru gefin átta grömm af Sólhatti á dag í 28 daga eða lyfleysa til samanburðar. Vísindamennirnir komu fram með þá tilgátu að Sólhatturinn yki þol með því að efla virkni innþekjufrumna innan í æðaveggjunum.
(Journal Strength Conditioning Research, 26: 1928-1933, 2012)