Köld böð draga verulega úr strengjum eftir erfiðar æfingar samkvæmt rannsókn sem Warren Gregson og félagar við John Moores háskólann í Liverpool gerðu. Með því að fara í 10 mínútna bað í 8 gráðu heitu vatni eykst blóðflæði til húðarinnar og blóðstreymi til vöðva minnkar þannig að hitatap verður í vöðvum. Rannsóknin fól í sér tvö fimm mínútna böð með tveggja mínútna hléi á milli. Næst þegar þú gengur fram af þér í æfingasalnum og átt von á óbærilegum strengjum ættirðu kannski að skella þér í sjóbað til þess að losna við sársaukann sem fylgir strengjunum. Á það skal þó minnt að sjávarhiti hér við Ísland er á bilinu ein til fimm gráður að vetri til, en á sumrin er hann ögn hærri og meira í takt við það sem rannsóknin gekk út á. Spurningin er auðvitað hvort sé verra – að engjast um í köldum sjónum – eða bíta á jaxlinn og taka strengjunum eins og sönnum manni sæmir.

(American Journal Sports Medicine, 39: 1316-1323, 2011)