kjotsteikUndanfarin 40 ár eða svo hafa ótal rannsóknir birst sem taka á því hvaða samsetning fæðunnar sé heppilegust til léttingar. Óhætt er að segja að deilt hafi verið um ágæti margra kenninga í gegnum tíðina. Rannsóknirnar eru margar og nýlega tóku vísindamenn við McMaster Háskólann í Kanada saman niðurstöður 74 rannsókna sem könnuðu áhrif prótínneyslu á heilbrigði og vöðva- og fituhlutfall líkamans. Í samanburði við hefðbundið mataræði léttist fólk meira á prótínríku mataræði og líkamsþyngdarstuðullinn (BMI) var lægri, blóðþrýstingur var lægri sem og insúlín og þrýglyseríð. Ekki var neina breytingu að finna á efnaskiptum sem varða blóðsykur (glúkósa í blóði, blóðrauða A1C). Meltingartruflanir voru hinsvegar algengar meðal fólks á prótínríku mataræði. Samantekt þessara 74 rannsókna leiddi til þeirrar meginniðurstöðu að prótínríkt mataræði hefði jákvæð áhrif á vöðva- og fituhlutföll líkamans og áhættuþætti gagnvart hjarta- og kransæðasjúkdómum.
(European Journal of Clinical Nutrition, 66: 780-788, 2012)