Bad breathVísindamenn hafa greint um 150 mismunandi efni í í andardrætti fólks sem valda andfýlu. Þessi efni myndast þegar bakteríur nærast á matarafgöngum og fæðuleyfum í munnholinu. Útkoman lyktar eins og fúlegg eða rotnandi fiskur og aðrar sambærilegar dásemdir. Vísindamenn við Kaliforníuháskóla í Los Angeles komust að því að á milli 100-200 bakteríutegundir eru í munnholinu. Raskist jafnvægið á milli þessara tegunda er ekki von á góðu. Andfýla er algengasta afleiðingin. Bakteríur í tannholdi og á tungunni eru sérstaklega sekar um að gefa frá sér þennan óvinsæla óþef. Fjöldi vísindamanna um allan heim vinna að því að finna lausn á því hvernig hægt er að gera samlíf þessara baktería það stöðugt að komast megi hjá andfýlu en þangað til sú töfralausn er fundin er skynsamlegt að tannbursta og nota tannþráð reglulega og gæta þess að munnurinn þorni ekki.

(Scientific American, maí 2013, bls 30-33)