Imad El MoubarikVísindamenn við Duke Háskólann hafa náð að þróa aðferð til að rækta vöðvavef í músum. Vöðvavefurinn býr yfir eðlilegum styrk og endurnýjar sjálfan sig eins og aðrir vefir líkamans. Um er að ræða mikið framfaraskref á sviði vísinda sem snúa að endurhæfingu. Hægt er að ímynda sér að í framtíðinni verði hægt að fá vöðvaígræðslur vegna slysa, meiðsla eða í kjölfar skurðaðgerða. Það hyllir því í byltingu á þessu sviði þegar horft er til framtíðar. Endurhæfing eftir áföll eða aðgerðir tæki hugsanlega skemmri tíma en hún gerir í dag með tilkomu þessarar tækni.
Nú þegar hefur vísindamönnum tekist að búa til aðra vefi eins og yfirborð liða, eyru og lifrarvefi. Vöðvavefur er hinsvegar erfiður vegna þess að vefirnir þurfa að vaxa þétt og samsíða. Talið er að tilraunir á mönnum gætu hafist innan fimm ára.
(The Wall Street Journal 7. apríl 2014)(Journal Clinical Endocrinology Metabolism, 98: 3289-3297, 2013)