Metþátttaka keppenda var á Þrekmeistaramóti Íslands sem lauk í dag í Íþróttahöllinni á Akureyri. Alls kepptu 132 keppendur frá æfingastöðvum víðsvegar af landinu. Pálmar Hreinsson frá Reykjavík og Harpa Hlín Jónsdóttir frá Ólafsfirði sigruðu í opnum flokkum einstaklinga. Pálmar sem fór á tímanum 16:56 mín í gegnum þrekbrautina og bætti elda Íslandsmetið sitt um fjórar sekúndur og Harpa sem fór á tímanum 19:24 bætti bætti sitt eldra met um 36 sek.
Í liðakeppni karla og kvenna sigruðu liðin 5 fræknar frá Lífstíl í Keflavík á tímanum 16:43 mín og Sigurliðið frá World Class í Reykjavík á tímanum 14:33 mín. Í flokki einstaklinga 39 ára og eldri sigruðu Þorsteinn Hjaltason á tímanum 20:33 mín og Hrönn Einarsdóttir á tímanum 22:21 mín.
Nánari úrslit er að finna hérna.
Hægt er að lesa allt um keppnisgreinarnar með því að smella hérna. (1 mb)
og einnig er hægt að nálgast Handbók Þrekmeistarans á Adobe Acrobat formi með því að smella hérna. (Ath: 5,4 mb)