Nudd_konaÞað kannast allir við að fá strengi eftir erfiða æfingu. Sérstaklega þegar byrjað er að æfa eftir langt hlé. Strengir geta verið mjög sársaukafullir og valda stirðleika sem kemur niður á hreyfigetu – stundum í marga daga.

Alkunna er að mörgum brellum er beitt til þess að reyna að draga úr líkunum á því að fá strengi og að takast á við strengina þegar þeir eru orðnir staðreynd. Nudd er ein af þeim aðferðum sem vinsælt er að nota til þess að draga úr strengjum. Samkvæmt Portúgölskum og Brasilískum rannóknum hefur hinsvegar enga þýðingu að beita nuddi fyrir æfingu. Kreatín–kínasar, lactat dehydrogenasar og prótínviðtakar eru mælikvarðar á strengi og bólgurnar sem þeim fylgja. Nuddið reyndist ekki hafa nein mælanleg áhrif á þessa mælikvarða. Þeir sem tóku þátt í rannsóknunum voru óþjálfaðir karlmenn sem höfðu litla sem enga reynslu af að lyfta lóðum.

(British Journal of Sports Medicine, 47: e3, 2013)