Nítján íslenskir keppendur stefna á Evrópumót IFBB í fitness og vaxtarrækt sem fer fram dagana 13-18 maí í Santa Susanna á Spáni. Evrópumótið er annað tveggja sterkustu mótana sem haldin eru í áhugamannadeild IFBB. Einungis heimsmeistaramótið jafnar Evrópumótið að styrkleika. Það hefur færst í vöxt undanfarin ár að Íslendingar keppi á þessum mótum en í ár fer fjölmennasti landsliðshópurinn frá upphafi á Evrópumótið og reyndar þó önnur mót séu líka meðtalin.
Til viðbótar við keppendur fara dómarar, ljósmyndarar og fylgifiskar keppenda með í för. Santa Susanna er orðin einskonar höfuðborg fitnessíþróttarinnar í Evrópu þar sem stærstu mótin hafa verið haldin þar undanfarin ár.
Íslensku keppendurnir eru eftirfarandi:
Christel Ýr Johansen | Bikini -163 og junior |
David Nyombo | Vax -75 |
Dóra Sif Egilsdóttir | Bikini -169 |
Eggert Rafn Einarsson | Men´s Physique +178 |
Gísli Örn Reynisson Schramm | Vax -100 |
Irma Ósk Jónsdóttir | Junior Womens BF |
Kristín Sveiney | BF +163 |
Magnea Gunnarsdóttir | Bikini, -172 |
Ólafur Þór Guðjónsson | CBB -190 / CBB junior +175 |
Rannveig Kramer | BF |
Sandra Ásgrímsdóttir | BF +163 |
Saulius Genutis | Men´s Physique +178 |
Sigurkarl Aðalsteinsson | Vax +50 |
Snæþór Ingi Jósepsson | CBB +180 |
Valgeir Gauti Árnason | Vax -100 |
Viktor Berg | Junior Men´s Physique -175 og fullorðinna |
Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson | CBB |
Hrönn Sigurðardóttir | Women´s physique |
Rósa Björg Guðlaugsdóttir | BF |
Einnig mun Einar Guðmann og Georg Garðarsson alþjóðadómarar halda utan sem fulltrúar landsins og dæma á mótinu.