Reykingafólk fer á mis við mikið í lífinu segir Dr. Mary Shaw við Bristol Háskólann í Englandi. Í ritinu British Medical Journal er sagt frá rannsókn í Bretlandi á karlmönnum sem sýndi fram á að þeir styttu líf sitt um 11 mínútur með hverri sígarettu sem þeir reykja. Vísindamennirnir reiknuðu út að maður sem reykir frá 17 ára aldri þar til hann deyr 71 árs reykir 311,688 sígarettur. Í annarri rannsókn kom í ljós að ævin hjá reykingafólki er 6,5 árum styttri en hjá reyklausum. Við það eitt að sleppa því að reykja eitt karton af sígarettum er hægt að „kaupa“ einn og hálfan dag til viðbótar við lífið – það nægir til þess að fljúga hringinn í kringum jörðina, sjá Wagner óperu eða njóta rómantískrar nætur – sögðu vísindamennirnir.