Viðtal við Fimm fræknu sem kepptu á Þrekmeistaranum
Liðssveitin Fimm fræknar koma frá æfingastöðinni Lífsstíl í Keflavík. Þær eru handhafar íslandsmetsins hjá kvennaliði í Þrekmeistaranum og ekki fer framhjá neinum að baráttuandinn í liðinu er mikill. Helga Björg Hólmbergsdóttir sem er liðsmaður í Fimm fræknu var tekin tali.
Hvernig æfir liðið sig undir Þrekmeistarann?
Fyrir síðasta mót vorum við ekki búnar að hittast til að fara í gegnum brautina, en við vorum búnar að ákveða hver tæki hvaða æfingar. Sumar eru fastar í vissum greinum en þær sem koma nýjar inn taka við lausum stöðum.
Hvað er það skemmtilegasta við Þrekmeistarann?
Fyrir utan það að vinna, þá er stemningin frábær. Það er gaman að geta keppt í keppni þar sem maður þarf ekki að vera svaka kroppur, eins og í fitness. Þetta er frábær keppni. Það þarf að kynna keppnina betur fyrir fólki því það eru margir sem vita lítið eða ekkert um keppnina.